Innlent

Lögreglumaðurinn lætur af störfum um næstu mánaðamót

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 430 þúsund krónur í bætur og 300 þúsund króna sekt.
Maðurinn var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 430 þúsund krónur í bætur og 300 þúsund króna sekt. Vísir
Lögreglumaðurinn sem dæmdur var í Hæstarétti í desember síðastliðnum fyrir harkalega handtöku mun láta af störfum hjá lögreglunni um næstu mánaðamót. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tilkynnti manninum á fundi í dag að honum væri vikið frá störfum, en mbl.is greindi fyrst frá málinu.

Hæstiréttur þyngdi refsingu yfir lögreglumanninum sem ákærður var fyrir líkamsárás við handtöku konu á Laugaveginum sumarið 2013. Atvikið var áberandi í fjölmiðlum og fór myndband af handtökunni, sem þótti mjög gróf, sem eldur í sinu um netheima.

Var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 430 þúsund krónur í bætur og 300 þúsund króna sekt.

Málið vakti talsverða reiði með almennings en fyrir dómi var meðal annars tekist á um hvort að þær aðferðir sem lögreglumaðurinn beitti hefðu verið réttmætar.

Í dómi Hæstaréttar segir að þegar litið er til ástands konunnar, en hún var verulega ölvuð, og ástæðu þess að hún var handtekin, sé það mat dómsins að ákærði hafi farið offorsi við handtökuna.

Ekki hafi verið þörf á að setja konuna í handjárn með þeirri aðferð sem gert var, né að setja hana í lögreglubifreiðina með þeim hætti sem gert var.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×