Lífið

Krúttlegasti Íslandsvinur í heimi

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Otto litli og pabbi hans Massimo skoða Ísland
Otto litli og pabbi hans Massimo skoða Ísland Vísir/skjáskot
Þau Massimo frá Ítalíu og hin þýska Romi kynntust þegar þau voru á ferðalagi um Ísland fyrir nokkrum árum. Þau létu fjarlægðina á milli sín ekki stoppa sig og í dag eru þau gift og eiga soninn Otto.

Þau eru miklir aðdáendur Íslands og bera sterkar taugar til landsins. Þau hafa til dæmis kennt syni sínum að þekkja helstu staðina á Íslandi á korti. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan er litla krúttið hann Otto alveg með þetta á hreinu og má segja, á slæmri íslensku, að hann sprengi krúttskalann.

Sjón er sögu ríkari. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×