Innlent

Ferðamanns leitað á Reynisfjalli

Bjarki Ármannsson skrifar
Skyggnið á Reynisfjalli er heldur verra um þessar mundir en myndin sýnir.
Skyggnið á Reynisfjalli er heldur verra um þessar mundir en myndin sýnir. Vísir/Pjetur
Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal var kölluð út til leitar erlends ferðamanns fyrr í kvöld. Sá hugðist ganga yfir Reynisfjall og  í Reynisfjöru í dag en skilaði sér ekki á hótelið sitt til baka á tilsettum tíma.

Fyrsti hópurinn sem lagði á Reynisfjall fann manninn á veginum neðarlega í fjallinu. Var hann heill á húfi en gangan hafði einfaldlega tekið mun lengri tíma en hann áætlaði. Maðurinn var orðinn aðeins kaldur enda leiðindaveður á svæðinu, éljagangur og rok og lítið skyggni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×