Innlent

Sigurður Pálsson gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar

Bjarki Ármannsson skrifar
F.v. Sveinn Yngvi Egilsson, Sigurður Pálsson, Rúnar Helgi Vignisson og Ástráður Eysteinsson.
F.v. Sveinn Yngvi Egilsson, Sigurður Pálsson, Rúnar Helgi Vignisson og Ástráður Eysteinsson. Mynd/HÍ
Sigurður Pálsson, rithöfundur og þýðandi, verður fyrstur til að gegna nýrri stöðu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands sem kennd er við skáldið Jónas Hallgrímsson. Starf Sigurðar mun felast í því að vinna með ritlistarnemum við skólann í eitt eða tvö misseri, að því er fram kemur í tilkynningu.

Sigurður hefur notið mikillar hylli fyrir ljóðabækur sínar og skáldverk, en meðal annars hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir verkið Minnisbók. Þá hefur hann um árabil komið að ritlistarkennslu við Háskóla Íslands, einkum í ljóðagerð.

„Tilgangurinn með stöðunni er að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar og að efla ritlistarnám við Háskóla Íslands,“ segir um ráðninguna í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×