Innlent

Rúður brotnar í bílum Sterna við Hörpu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá hluta skemmdanna.
Hér má sjá hluta skemmdanna.
Rúður voru brotnar í þremur smárútum Sterna við Hörpu í nótt. Vegna skemmdarverksins seinkaði morgunferðum fyrirtækisins. Svo virðist sem að ekkert hafi verið tekið nema neyðarhamar, sem notaður er til að brjóta rúður.

Sterna notar umræddar rútur til að sækja ferðamenn á hótel í Reykjavík á morgnanna fyrir ferðir um til dæmis Gullna hringinn. Tara Ósk Brynjólfsdóttir, vaktstjóri hjá Sterna segir að ferðir fyrirtækisins hafi tafið um stund vegna skemmdarverksins. Þá eru þessar rúður dýrar og ljóst að tjónið er mikið.

„Það myndaðist smá ástand við að safna þessum 80 manna hóp í morgun-. Það tókst þó enda erum við með gott teymi og ferðunum seinkaði um tuttugu mínútur.“

Engar myndavélar eru þar sem skemmdarverkið átti sér stað, en Tara segir málið vera rannsakað af lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×