Handbolti

Stefán Rafn: Skildum hausinn eftir á hótelinu

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson kom inná í hægra hornið fyrir Guðjón Val þegar 8 mínútur voru til leikhlés.  Það var staðan 16-9 fyrir Tékka.  Hann skoraði tvö falleg mörk skömmu síðar en hitti síðan ekki úr þremur næstu skotum.

„Við áttum ekkert inni, mættum ekki af krafti og byrjuðum leikinn hræðilega og þeir rúlluðu yfir okkur“.

Þú byrjaðir og skoraðir fín mörk úr horninu en síðan ekki söguna meir.

„Við höldum áfram að vera með hausinn undir hendinni og gleymum að skrúfa hann á og skildum hann eftir á hótelinu. Þetta var arfaslakt hjá okkur og við áttum engin svör þó að ekkert í leik Tékka hafi komið mér á óvart“.

Það er ótrúlegt að þið eigið ennþá tækifæri að komast í 16 liða úrslitin. Hvað ætlið þið að gera gegn Egyptum?

„Við verðum að mæta til leiks frá byrjun, ekki eins og hálfvitar eins og í dag. Við verðum að fara uppá hótel og vera brjálaðir í kvöld, vakna snemma á morgun og taka á þessu og mæta svo brjálaðir til leiks“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×