Handbolti

Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason klikkuðu á öllum skotunum sínum í leiknum á móti Tékkum.
Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason klikkuðu á öllum skotunum sínum í leiknum á móti Tékkum. Vísir/Eva Björk
Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum.

Íslenska handboltalandsliðið er þessa stundina með fjórðu lélegustu skotnýtingu mótsins en aðeins lið Sádí-Arabíu, Síle og Alsír hafa nýtt skotin sín verr samkvæmt tölfræði mótshaldara í Katar.

Íslenska liðið hefur nýtt 49 prósent skota sinna en á undan strákunum okkar eru Íranar sem státa af 50 prósent skotnýtingu í fyrstu fjórum leikjum sínum.

Íranar hafa líka skorað fimm mörkum fleira en íslenska liðið á mótinu til þessa en það eru bara Sádí-Arabía, Síle, Alsír og Bosnía sem hafa skorað færri mörk en Ísland.

Bosníumenn, sem skildu íslenska liðið eftir í umspilinu um laust sæti á HM í Katar, hafa skorað tveimur mörkum færra en Íslands í fyrstu fjórum leikjum sínum.

Íslenska liðið var aðeins með 43 prósent skotnýtingu í tapinu á móti Tékkum í kvöld en Tékkarnir nýttu skotin sín 62 prósent.



Versta skotnýtingin á HM í handbolta:

(eftir fyrstu fjóra leikina)

38 prósent - Sádí-Arabía

45 prósent - Síle

48 prósent - Alsír

49 prósent - Ísland

50 prósent - Íran

53 prósent - Túnis

53 prósent - Brasilía

Fæst mörk skoruð á HM í handbolta:

(eftir fyrstu fjóra leikina)

68 mörk - Sádí-Arabía

82 mörk - Síle

89 mörk - Alsír

97 mörk - Bosnía

99 mörk - Ísland

102 mörk - Argentína

102 mörk - Túnis

104 mörk - Íran


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×