Handbolti

Þýskaland lagði Tékka öðru sinni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dagur og lærisveinar hans
Dagur og lærisveinar hans vísir/ernir
Þýskaland lagði Tékkland 27-22 í vináttulandsleik í handbolta í dag í Þýskalandi. Þýskaland vann fyrri leik liðanna í gær 32-24.

Bæði lið undirbúa sig fyrir HM í handbolta í Katar en Tékkar eru með Íslandi í riðli.

Jafnræði var með liðunum framan af í dag en Þýskaland var 11-10 yfir í hálfleik.

Dagur Sigurðsson þjálfari þýska liðið en hornamaðurinn Patrick Groetzki er ánægður með undirbúning liðsins fyrir HM.

„Ég held að við höfum sýnt að við höfum náð góðum tökum á því að leika saman á síðustu dögum,“ sagði Groetzki eftir leikinn í dag.

Góður varnarleikur og hraðaupphlaup lögðu grunninn að sigri Þýskalands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×