Handbolti

Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/Eva Björk
Guðmundur Guðmundsson varaði við vanmati fyrir leikinn í kvöld þó svo að danska liðið sé eitt það allra sterkasta í heiminum í dag.

„Þegar ég var þjálfari íslenska liðsins mættum við Argentínu í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í London. Við unnum vissulega leikinn en hann var mjög erfiður,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi danska liðsins í gær.

„Argentína er með mjög sterkt lið og þetta verður afar erfiður leikur,“ ítrekaði hann en Ísland vann umræddan leik, 31-25, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik.

Liðin eigast við klukkan 18.00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×