Handbolti

Handafar strákanna fer á safn í Katar | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson lætur taka af sér handarfar í dag.
Alexander Petersson lætur taka af sér handarfar í dag. Vísir/Eva Björk
Handarfar er tekið af öllum þeim leikmönnum sem taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Katar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Eva Björk Ægisdóttir tók.

Þetta er hluti af menningarverkefni sem er verið að vinna í tengslum við mótið og munu handarfarin enda á safni hér í Katar að mótinu loknu.

Ísland hefur leik á HM annað kvöld en strákarnir mæta þá Svíum í Al Sadd-keppnishöllinni í Doha.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×