Innlent

Foreldrar þekktu til brotamanns

Snærós Sindradóttir skrifar
Brotið kom inn á borð lögreglunnar á Akureyri og átti sér stað þar í bæ.
Brotið kom inn á borð lögreglunnar á Akureyri og átti sér stað þar í bæ. Vísir/Pjetur
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á Akureyri vegna gruns um að hann hafi brotið gegn tveimur átta ára drengjum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða eitt einstakt brot gegn drengjunum í sameiningu. Gunnar Jóhannesson, lögreglufulltrúi á Akureyri, segir að ekki sé um brot af alvarlegustu gerð að ræða. „Svona brot gegn börnum eru samt alltaf litin alvarlegum augum,“ segir hann.

Tilkynning um brotið barst frá foreldrum drengjanna á miðvikudag. Þá þegar var vitað hver brotamaðurinn er og var hann í kjölfarið handtekinn og færður til skýrslutöku. Maðurinn er ekki tengdur börnunum fjölskylduböndum.

„Þetta mál er til rannsóknar og er litið alvarlegum augum. Svo hefur það bara sinn gang,“ segir Gunnar. Hann segir rannsókn miða vel áfram.

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 22. ágúst.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×