Lífið

Borðin í laginu eins og alda

Marín Manda skrifar
Þóra Birna Björnsdóttir innanhúsarkitekt.
Þóra Birna Björnsdóttir innanhúsarkitekt.
Þóra Birna Björnsdóttir innanhússarkitekt hannaði borð með mjúkum línum og hægt er að raða á marga vegu.

„Ég teiknaði þetta fyrst eins og dropa og var alltaf að hugsa um um vatnið. Ofan frá er þetta svolítið eins og bárur í vatni og því heita borðin Alda,“ segir Þóra Birna Björnsdóttir húsgagna- og innanhússarkitekt sem rekur teiknistofuna Eitt A ásamt tveimur öðrum.

Þóru Birnu hlotnaðist styrkur fyrir skömmu frá Nýsköpunarsjóði til að koma álverkefnum sínum á erlendan markað og hún hefur hafið samstarf við Á. Guðmundsson hér á landi.

Borðin hannaði hún með mjúkum línum haustið 2012 og sýndi þau á Hönnunarmars í ár við góðar undirtektir. Eftir páska verður Alda framleidd úr eik og hnotu en einnig úr möttu ítölsku harðplasti sem er þeim eiginleika gætt að rispur er hægt að laga með rökum pappír og straujárni.

Borðin verða framleidd eftir páska af A. Guðmundssyni í tveimur viðartegundum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×