Lífið

Blaz fer í buffalo-skónum á Selfoss

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hanni Bach, trommari Skítamórals, afhendir hér Erpi Eyvindarsyni lyklana að borginni, Buffalo-skóna.
Hanni Bach, trommari Skítamórals, afhendir hér Erpi Eyvindarsyni lyklana að borginni, Buffalo-skóna. vísir/valli
„Blaz er allavega kominn í buffalo-skóna og klár á Selfoss,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca en hann kemur fram á 800 Bar Selfossi í kvöld. Hann ætlar þó ekki aðeins að halda tónleika þar, því hann ætlar að afhenda staðnum einstaka rommflösku til ættleiðingar, en staðurinn er kominn með gott safn af merkilegum munum úr tónlistarlistarsögu Íslands.

„Það er hellingur af flottu stöffi þarna. Þetta er að verða eitt flottasta tónlistarsafn landsins, til dæmis er mínípilsið sem Einar Ágúst klæddist í Eurovision á safni staðarins,“ bætir Erpur við.

Hanni sýnir Erpi hér hvernig menn eiga að klæða sig í Buffalo-skó.Vísir/Valli
„Þegar listamaður kemur að spila hjá okkur, þá kemur hann með hlut með sér. Ætlunin er að búa til flott safn sem hefur að geyma merkilega hluti úr tónlistarsögunni og því gott að fá þessa einstöku rommflösku frá Erpi, hann er jú andlit rommsins á Íslandi,“ segir Eiður Birgisson, eigandi 800 bars en Erpur og hann einmitt saman í Rommklúbbnum Maradona Social Club.

Erpur kemur fram með nýrri sveit sinni, Clanroca, og fleiri félögum á 800 Bar í kvöld og lofar miklu fjöri. „Þetta verður alveg magnað, Selfoss er náttúrulega stórkostlegur staður,“ bætir Erpur við.

800 Bar brann árið 2012 en hefur nú verið opnaður í sömu byggingu og Hótel Selfoss og er í mikilli sókn. „Ég ætli að brenna 800 Bar niður aftur í kvöld,“ bætir Erpur við léttur í lundu. Húsið opnar klukkan 21.00.


Tengdar fréttir

Hebbi í Skímó í hvítum buffalo-skóm

Herbert Viðarsson, bassaleikari Skítamórals, stal senunni þegar sveitin kom fram á Spot á laugardagskvöld, þegar hann klæddist hvítum Buffalo-skóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×