Lífið

Kringlótt og loðin Gæra í Hörpunni

Marín Manda skrifar
Ljósakrónulínan, Ærleg er til í nokkrum stærðum.
Ljósakrónulínan, Ærleg er til í nokkrum stærðum.
Útstillingarhönnuðurinn og blómaskreytirinn Heiðrún Björk Jóhannsdóttir hefur hannað sérstaka ljóskrónu undir nafninu Ærleg en ljóskrónan er úr íslenskri gæru.

„Þetta er íslenskt gæruskinn sem ég fæ frá Sauðárkróki. Gæran er sett utan um járnhólka og liggur hvergi við ljósaperu svo þetta er jafnöruggt og pappakúla úr IKEA,“ segir Heiðrún Björk Jóhannsdóttir sem er hönnuðurinn á bak við ljósakrónuna Ærleg sem sýnd er í Hörpunni á Hönnunarmars um helgina.

Heiðrún Björk bjó á Grænlandi um skeið og byrjaði að búa til ýmsa fylgihluti úr selskinni og leðri áður en hún féll fyrir íslensku gærunni.

„Gæran er svo mikill partur af innanhússmunum í dag að mér datt í hug að nota hana á annan hátt.“ Ljósakrónuserían Ærleg er til í fjórum stærðum sem allar heita eftir sauðfjármörkum íslenskra bænda. Fjöður, Stig, Lögg og Bragð verða til sýnis í Hörpunni alla helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×