Íslenski boltinn

KR-ingar jöfnuðu óvinsælt met Framara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
KR-ingar urðu annað liðið til að tapa fjórum úrslitaleikjum í röð á Reykjavíkurmótinu síðan núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 1985 en þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

Þetta boðaði þó ekki slæmt fyrir Fram sem vann stóra titla (Íslandsmeistari 1988 og 1990, bikarmeistari 1987 og 1989) á öllum fjórum árunum.

KR-liðið hefur enn fremur unnið fjóra titla á síðustu þremur árum (Íslandsmeistari 2011 og 2013, bikarmeistari 2011 og 2012).



Síðustu fimm úrslitaleikir Reykjavíkurmótsins

2014 - Fram-KR 1-1 (5-4 í vítakeppni)

2013 - Leiknir-KR 3-2

2012 - Fram-KR 5-0

2011 - Valur-KR 1-0

2010 - KR Víkingur 3-2

Úrslitaleikir Reykjavíkurmótsins 1986-1990:

1990 KR-Fram 2-1

1989 KR-Fram 2-1

1988 KR-Fram 2-0

1987 Valur-Fram 2-0

1986 Fram-KR 3-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×