Handbolti

Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Mynd/Diener
Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku.

Dagur Sigurðsson stýrði austurríska landsliðinu á móti Íslandi á EM í Austurríki fyrir fjórum árum. Patrekur getur hins vegar orðið fyrsti íslenski þjálfarinn til að vinna Íslands á stórmóti í handbolta karla.

Ísland og Austurríki gerðu 37-37 jafntefli á EM 2010 eftir ótrúlegan endakafla í leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir, 37-34, þegar rétt innan við mínúta var eftir en Austurríkismönnum tókst að skora þrjú mörk á síðustu 46 sekúndum leiksins og tryggja sér jafntefli.

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, hefur aftur á móti unnið Ísland á stórmóti en Noregur vann 27-14 sigur á Íslandi undir hans stjórn á HM í Brasilíu 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×