Handbolti

Sverre: Ég hafði áhyggjur af þessu hné fyrir mótið

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Sverre gat ekki beitt sér að fullu í gær.
Sverre gat ekki beitt sér að fullu í gær. Vísir/Daníel
Það á ekki af íslenska landsliðinu að ganga en í leiknum gegn Spánverjum í gær meiddist varnartröllið Sverre Jakobsson.

„Það var rosalega skemmtilegt að berjast við þessa kappa en hnéð gaf sig í fyrri hálfleik og ég náði ekki að taka eins mikinn þátt í slagsmálunum og ég vildi. Það var leiðinlegt að lenda í þessu núna en ég vildi virkilega spila,“ sagði Sverre svekktur.

„Ég hafði áhyggjur af þessu hné fyrir mótið og vonandi er þetta ekkert alvarlegt.“

Þrátt fyrir tapið í gær er Sverre nokkuð sáttur við leik Íslands í riðlakeppninni.

„Vörnin stóð vel í kvöld en á móti svona góðu liði þarf að spila vel í 60 mínútur. Það er ekkert annað í boði. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir þetta. Við erum samt metnaðarfullir og sættum okkur helst ekki við neitt nema fullkomnun. Það var svekkjandi að ná ekki að berjast alveg til enda. Nú er það milliriðillinn og vonandi komast menn almennilega upp á lappirnar aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×