Handbolti

Færri Íslendingar í höllinni í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Mynd/Daníel
Strákarnir okkar hafa fengið frábæran stuðning í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM. Mun færri Íslendingar yfirgnæfðu Norðmenn og svo söng allur kórinn þjóðsönginn með glans á þriðjudag.

Stór hluti þessa kórs hvarf af landi brott eftir Ungverjaleikinn og er kominn heim til Íslands.

Þeirra verður örugglega sárt saknað í glímunni við heimsmeistara Spánverja.

Engu að síður er enn sterkur kjarni Íslendinga enn í Álaborg og vitað er að einhverjir þeirra ætla að fylgja liðinu til Herning.

Þá er einnig búist við að fleiri Íslendingar láti sjá sig þar og verður örugglega stemning er Ísland leikur þar fyrir framan fimmtán þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×