Innlent

Rúmir 100 skjálftar síðasta sólarhringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sjö aðrir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst við Bárðarbungu.
Sjö aðrir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst við Bárðarbungu. Vísir/GVA
Um 105 jarðskjálftar hafa átt upptök við Bárðarbungu síðan um hádegið í gær. Sá stærsti mældist 4,4 stig og varð hann við upptök norðausturbrún öskjunnar klukkan 15:10 í gær. Sjö aðrir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst við Bárðarbungu.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um tíu skjálftar hafi mælst í bergganginum og að minnsta kosti einn skjálfti varð við Tungnafellsjökul.

Vel hefur sést til gossins í Holuhrauni á vefmyndavélum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×