Innlent

Tónlistarskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verkfall tónlistakennara stóð yfir í um fimm vikur.
Verkfall tónlistakennara stóð yfir í um fimm vikur. vísir/ernir

Félagar í Félagi tónlistarskólakennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn hófst 3. desember og lauk klukkan 12 í dag.

Á kjörskrá voru 530 en atkvæði greiddu 360 eða 67,92% þátttaka.
Já sögðu 293 eða 81,39% og nei sögðu 42 eða 11,67%. Tuttugu og fimm skiluðu auðu eða 6,94%.

Kjarasamningur FT og Sambandsins var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara að morgni 25. nóvember síðastliðinn. Þá hafði verkfall tónlistarskólakennara staðið í nærfellt fimm vikur.

Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2014 til 31. október 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.