Innlent

Enn einn fimm stiga skjálftinn í Bárðarbungu

Vísir/Egill
Gasmengun berst frá gosinu í Holuhrauni til vesturs og norðvesturs , eða yfir allt vestanvert landið og alveg upp á Strandir á Vestfjörðum. Skjálftavirkni heldur líka áfram á gosstöðvunum með álíka þrótti og undanfarna sólarhringa og  mældist einn skjálfti upp á 5,1 stig í Bárðarbungu laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Hann var litlu veikari enn annar skjálfti sem varð þar í fyrrakvöld og fannst meðal annars í Eyjafjarðarsveit. Ekki hafa borist fregnir um að skjálftinn í gærkvöldi hafi fundist í byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×