Bílar

Ken Block á 845 hestafla 4x4 Mustang

Finnur Thorlacius skrifar
Þegar listaökumaður er paraður saman við sérsmíðaðan 845 hestafla Mustang með drifi á öllum hjólum gerist eitthvað fallegt. Hér er heillangt en ári magnað myndskeið af því sem Ken Block getur framkvæmt á svona tryllitæki.

Hann hefur greinilega fengið leyfi til að loka mörgum götum í Kaliforníu til að leika listir sínar hér. Það tók 2 ár að smíða þennan ótrúlega bíl en hann er í raun blanda af amerískum kraftabíl, WRC rallýbíl og DTM keppnisakstursbíl og sannarlega algjört villidýr.

Myndbönd sem sýna listir Ken Block hafa verið kölluð Gymkhana og er þetta það sjöunda í röðinni, en líklega það allra besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×