Innlent

Ónýtt sneiðmyndatæki tekið úr notkun

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
Síðastliðinn föstudag var tölvusneiðmyndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi tekið úr notkun. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar.

Ástæðan er alvarleg og kostnaðarsöm bilun og aðkallandi viðhald. „Því er ekki um annað að ræða en að allir sjúklingar sem þurfa á þessari þjónustu að halda fari til Reykjavíkur, á Landspítala eða á sjálfstætt starfandi myndgreiningastofur,“ segir í fréttinni.

Þar kemur einnig fram að þessi alvarlega staða mun að öllum líkindum leiða til aukinna og tímafrekari óþæginda fyrir hóp sjúklinga, lengri ferðalög, fleiri sjúkraflutninga og meiri kostnaðar, bæði fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklinga.

Endurnýjun hefur verið á döfinni um hríð en ekki verið möguleg vegna erfiðleika í rekstrarumhverfi stofnunarinnar. Um 1.700 rannsóknir hafa verið gerðar á þessu ári í tækinu sem er hluti af mikilvægasta búnaði stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×