Innlent

Segir dæmi um að fullorðnir nýti sér neyð unglinga á Vogi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/e.ól
„Einnig hafa verið til umfjöllunar atvik þar sem fullorðnir einstaklingar, karlmenn í miklum meiri hluta, nýta sér neyð þessara unglinga og því miður eru dæmi þess að þeir finni þá þegar þeir eru saman í afvötnun á Vogi.“ Þetta segir í aðsendri grein frá Rótinni sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda lýsir yfir þungum áhyggjum af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna. Félagið hefur því sent umboðsmanni barna erindi þar sem spurt er hvort umboðsmaður telji aðbúnaður barna á Vogi uppfylla ákveðin lagaskilyrði.

Forsvarsmenn Rótarinnar, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín Pálsdóttir rita greinina en í henni er vísað í lög nr. 74 frá árinu 1997, 27. gr. þar sem segir að umhverfi og aðbúnaður barna skuli hæfa aldri þeirra, þroska

„Á Landspítala er þess vandlega gætt að öll meðferð barna og fullorðinna sé aðskilin, hvernig stendur á því að Sjúkrahúsið Vogur er undanþegið þessari mikilvægu reglu?“ segir í greininni.


Tengdar fréttir

„Þau sendu mig á Vog, þrettán ára gamla“

Fyrirsögnin er fengin úr viðtali við Söru Helenu Bjarnadóttur í sérblaði Geðhjálpar sem fylgdi með Fréttablaðinu 9. október sl. Sara Helena vísar til þess að eftir að hún greindist með þunglyndi var henni sagt að hún fengi ekki lyf við því fyrr en




Fleiri fréttir

Sjá meira


×