Lífið

Látin 55 ára að aldri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikkonan Elizabeth Peña er látin, 55 ára að aldri. Frændi hennar, Mario-Francisco Robiesdeilir fréttunum á síðunni Latino Review og segir að Elizabeth hafi látist á Cedars-Sinai-sjúkrahúsinu í Los Angeles á þriðjudag af náttúrulegum orsökum eftir skammvinn veikindi.

Elizabeth vakti athygli í grínsenunni þegar hún lék í seríunni I Married Dora á árunum 1987 til 88. Þá stal hún senunni sem Jezzie í kvikmyndinni Jacob's Ladder frá árinu 1990.

„Ég lagði hart að mér til að fá hlutverk í Jacob's Ladder. Fyrst vildu þeir frá Juliu Roberts, Andie MacDowell eða Michelle Pfeiffer. Á einhverjum tímapunkti vildu þeir fá Susan Sarandon og Madonnu í hlutverkið. Þær komu allar í prufu. Ég grátbað um prufu,“ sagði Elizabeth í viðtali árið 2001.

Elizabeth var líka tíður gestur í þáttunum Resurrection Blvd. á árunum 2000 til 2002 og ljáði Mirage rödd sína í teiknimyndinni The Incredibles frá árinu 2004. Þá lék hún Rosie Morales í La Bamba árið 1987 en í dag er hún hvað þekktust fyrir að leika móður Sofiu Vergara í þáttunum Modern Family.

Elizabeth skilur eftir sig eiginmann og tvær táningsstúlkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×