Innlent

Uppfæra viðbragðsáætlun vegna öskufalls í Reykjavík

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Upplýsingarnar komu fram í svari Dags borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Upplýsingarnar komu fram í svari Dags borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. fréttablaðið/stefán
Unnið er að því að uppfæra viðbragðsáætlun höfuðborgarsvæðisins vegna hugsanlegs öskufalls frá eldsumbrotum við Bárðarbungu. Þetta kemur fram í svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.



Borgarfulltrúarnir spurðu um stöðu almannavarnamála í Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Sérstaklega var vísað til eldsumbrota og hvaða hættu þau gætu skapað fyrir íbúa höfuðborgarinnar.



Í svari borgarstjóra kemur einnig fram að á döfinni sé að uppfæra sérstakan kafla í viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar um heimsfaraldur infúensu. Það verður gert í samvinnu við slökkvilið og fulltrúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.



Viðbragðsáætlanir verða svo kynntar fyrir almannavarnarnefnd og borgarráði þegar þær liggja fyrir.



Þá kemur einnig fram að enn sé unnið að því að gera áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verkefni er á herðum slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins en hann er framkvæmdastjóri almannavarna á svæðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×