Innlent

Fimm stiga skálfti í Bárðabungu í nótt

Jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu er svipuð og verið hefur að sögn Veðurstofunnar.

Þrír skjálftar um og yfir fjórum að stærð hafa orðið síðasta sólarhringinn við norðurbrún öskjunnar, þar af tveir um og yfir fimm stig en þeir riðu yfir síðdegis í gær og um klukkan hálffimm í nótt.

Sig öskjunnar virðist einnig óbreytt en sökum slæms skyggnis á svæðinu hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×