Innlent

Lögreglan rannsakar mannslát

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mannslátið varð í Stelkshólum.
Mannslátið varð í Stelkshólum. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Tæplega þrítugur karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Stelkshólum í Breiðholti. RÚV greinir frá.

Lögreglu var tilkynnt um málið laust eftir miðnætti í nótt en talið er að nokkur tími hafi liðið frá því að konan lést. Yfirheyrslur yfir manninum standa yfir og er reiknað með að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum í dag.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, staðfesti í samtali við Vísi að maður væri í haldi í tengslum við mannslát. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið heldur vísaði í tilkynningu sem væri væntanleg til fjölmiðla vegna málsins.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×