Innlent

Starfsmenn iSTV segja upp

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Guðmundur Týr Þórarinsson.
Guðmundur Týr Þórarinsson.
Framkvæmdastjóri, markaðsstjóri og dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar iSTV hafa sagt störfum sínum lausum hjá sjónvarpsstöðinni. Að sögn Guðmundar Týs Þórarinssonar kom upp ágreiningur við stjórn fyrirtækisins sem ekki náðist að leysa.

„Við vorum ósáttir við það að stjórn fyrirtækisins vildi ekki fylgja eftir þeim málum sem lagt var upp með stofnun fyrirtækisins. Stjórnin vildi fara aðrar leiðir sem hugnuðust okkur ekki,“ segir Guðmundur.

„Þetta snýst að hluta til um peninga og að hluta til um stjórnun. Oft eru einskonar „power games“ í gangi sem maður veit ekki af. Við erum bara starfsmenn á plani og erum ósátt við hvert átti að taka þetta fyrirtæki. Það var ekki samstarfsvilji við okkur,“ segir Guðmundur og bætir við að hann óski fyrirtækinu alls hins besta. „Ég veit ekki hvað tekur við, hvorki hjá mér né fyrirtækinu. En ég vona að allt muni ganga vel."

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×