Innlent

Björgunarsveitarmaður skallaður í miðborginni

Heimir Már Pétursson skrifar
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ungmennum og hafði samband við foreldra sem þurftu að sækja þau.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ungmennum og hafði samband við foreldra sem þurftu að sækja þau. Vísir/Pjetur
Nokkur erill var hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt og talsvert meiri en á hefðbundinni laugardagsnóttu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þungi mála hafi verið eftir að dagskrá menningarnætur lauk.

Greiðlega hafi gengið að koma umferð úr bænum. Björgunarsveitamaður var skallaður við störf í miðborginni. Höfð voru afskipti af nokkrum ungmennum og haft samband við foreldra sem þurftu að sækja þau. Auk þess var hellt niður talsverðu af magni áfengi sem var í fórum unglinga, að sögn lögreglu.

Þrátt fyrir það hafi miðborgarvaktin verið fremur róleg framan af en nokkrar tilkynningar um óhöpp og pústra bárust þegar leið á morguninn en skráð hafi verið tíu minniháttar líkamsárásarmál. Þá komu hafi fjögur fíkniefnamál komið upp.

Fangageymslur voru fullar nú í morgun. Mest reyndi þar á að veita fólki skjól sem var að fram komið vegna neyslu áfengis eða annarra vímugjafa, segir í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×