Skoðun

Lægri laun fyrir meiri ábyrgð!

Irpa Sjöfn Gestsdóttir skrifar
Ég heiti Irpa Sjöfn Gestsdóttir og starfa sem aðstoðarskólastjóri í leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Ég hef starfað í leikskólanum sem deildarstjóri í 14 ár.  Ég hef ævinlega verið stollt af starfi mínu og verið dugleg að viðhalda faglegum metnaði. Ég hef verið dugleg að sækja ýmis konar námskeið til endurmenntunar sem nýtast mér og leikskólanum vel og finnst ég vinna metnaðarfult og gott starf ásamt frábæru samstarfsfólki.

Í vor bauðst mér að taka að mér stöðu aðstoðarskólastjóra sem ég gerði og taldi það jafnframt skref til framþróunar í starfi þar sem ég fengi að takast á við nýjar áskoranir, aukna ábyrgð og  kynntist betur daglegri stjórnun leikskólans. Mér þótti mikill heiður að fá tækifæri til þess að taka að mér nýtt og krefjandi verksvið og taldi jafnframt að aukinni ábyrgð fylgdu einnig hærri laun.  Þann 1. júní, á sama tíma og ég tók við nýju starfi, fór ég úr Félagi leikskólakennara og yfir í Félag stjórnenda í leikskólum. Á sama tíma tók einnig gildi nýr kjarasamningur leikskólakennara sem félagsmenn, og þar á meðal ég, voru gríðarlega sáttir við enda hefðum við deildarstjórar fengið góða hækkun.  Nú var ég hins vegar gengin inn í nýtt félag sem var búið að vera samningslaust frá því 1. apríl 2014.  

Staða mín í dag er sú að ég hef ekki hlotið hærri laun fyrir meiri ábyrgð. Ég væri með 408.514 kr. í mánaðarlaun í dag sem deildarstjóri  á leikskólanum mínum miðað við starfsreynslu og stærð á leikskóla. Almennur leikskólakennari með mína reynslu væri með 387.482 kr. í laun.  Mánaðarlaunin mín í dag, sem aðstoðarskólastjóri, eru 394.723 kr svo augljóst er að brýn þörf er á leiðréttingu hið fyrsta.

Við í Félagi stjórnenda í leikskólum höfum ekki verkfallsrétt og erum kjarasamningslaus. Ég skora því á að sveitafélögin gangi strax til samninga við Félag stjórnenda í leikskólum.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×