Fótbolti

„Fær mann til að hugsa hvort konur séu tilraunadýr“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Úrslitaleikur HM kvenna fór fram á náttúrlegu grasi í Svíþjóð.
Úrslitaleikur HM kvenna fór fram á náttúrlegu grasi í Svíþjóð. vísir/getty
Faye White, fyrrverandi fyrirliði enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að FIFA ætti að endurskoða ákvörðun sína að spila á gervigrasvöllum á HM 2015 í Kanada.

Vegna ákvörðunar FIFA þess efnis hafa 40 af bestu leikmönnum heims skrifað undir andmælabréf og hótað lögsókn verði ekki spilað á náttúrlegu grasi.

Meðal þeirra leikmanna sem skrifuðu undir bréfið eru AbbyWambach, landsliðskona Bandaríkjanna, Þjóðverjinn NadineAngerer, besti markvörður heims, og Englendingarnir Natasha Dowie og AnitaAsante.

„FIFA myndi aldrei detta í hug að spila leiki á HM karla á gervigrasi þannig af hverju á að gera það á HM kvenna?“ spyr Faye White í samtali við BBC.

„Þetta fær mann til að hugsa hvort konur séu einhverskonar tilraunadýr,“ segir hún.

Í bréfinu sem konurnar hafa sent FIFA segir meðal annars: „Að velja kvennamót til þess að spila á verri öllum eru mistök sem verður að leiðrétta.“

Faye White bætir við í viðtali við BBC: „Þetta er skrýtin ákvörðun. Ég er hætt að spila núna, en væri virkilega pirruð ef ég ætti að spila á gervigrasi á HM. Þessir vellir hægja á leiknum, boltinn skoppar öðruvísi og meiðslahættan er meiri.“

„Ég trúi ekki, að það séu ekki nógu margir grasvellir í Kanada sem hægt er að spila á. Maður hlýtur að spyrja sig af hverju Kanada fékk HM ef sú er raunin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×