Erlent

Vígamenn hertaka kristin þorp í Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn og sjálfboðaliðar stjórnvalda hafa ekki náð miklum árangri gegn IS samtökunum.
Hermenn og sjálfboðaliðar stjórnvalda hafa ekki náð miklum árangri gegn IS samtökunum. Vísir/AFP
Hermenn Íslamska ríkisins (áður ISIS), hafa hertekið nokkur þorp í Írak þar sem fjöldi kristinna manna búa. Tugir þúsunda kristinna hafa yfirgefið heimili sín og flýja nú svæðið samkvæmt kristnum prestum úr þorpunum.

Fólkið var neytt til þess að flýja eftir að hermenn af sjálfstjórnarsvæði Kúrda ákváðu að yfirgefa varnarstöður sínar við þorpin. IS er nú komið að landamærum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda, en þeir hafa þegar tekið stóra hluta lands í norður- og vesturhluta Írak, sem og í Sýrlandi. Markmið þeirra er að stofna Íslamskt ríki.

Sæmkvæmt AP fréttaveitunni hafa samtökin sett hörð lög á íbúa hernumda svæðisins, sem byggja á þeirra eigin túlkunum á Kóraninum. Stjórnvöld í Írak hafa með hjálp sjálfboðaliða úr röðum Súnníta reynt að reka IS á brott án mikils árangurs.

BBC hefur eftir sjónarvottum að vígamenn IS hafi tekið niður krossa og brennt biblíur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×