Erlent

Obama heimilar loftárásir í Írak

Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni.

Ekki stendur til að senda hermenn á ný til Íraks en loftárásunum verður beint gegn meðlimum Isis sem sakaðir eru um slátrun á fólki af öðrum trúarbrögðum í norðurhluta Íraks. Árásir Bandaríkjamanna eru ekki hafnar en hjálpargögnum hefur verið komið til minnihlutahópa í héröðunum sem Isis-menn stjórna.

Í gær bárust fregnir af því að Isis hefði tekið völdin í borginni Qaraqosh, þar sem er stærsta samfélag kristinna í Írak. Þúsundir íbúa borgarinnar eru nú á flótta undan vígamönnum Isis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×