Innlent

Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Háskóli Íslands verðlaunar öflugu námsmenn á morgun
Háskóli Íslands verðlaunar öflugu námsmenn á morgun
Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við athöfn á Háskólatorgi klukkan. 16.30 á morgun, þriðjudag.

Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. 

Hver og einn styrkþegi fær 300 þúsund krónur í sinn hlut ásamt því að fá felld niður skrásetningargjöld við skólann. Styrkurinn nemur því alls 375 þúsund krónum.

Auglýst var eftir styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í vor. Við val á styrkhöfum var meðal annars litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum. 

Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru nú afhentir í sjöunda sinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 og er markmið hans að styrkja nýnema til náms við Háskóla Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×