Innlent

Með einkanúmerið IM CEO: „Það er auðvitað dass af hroka í þessu“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Gunnar á fyrirtækið Iceland Unlimited.
Jón Gunnar á fyrirtækið Iceland Unlimited.
Einkanúmerið IM CEO, sem mætti segja að þýði „Ég er forstjóri“ á íslensku, hefur vakið athygli í umferðinni. Númerið er á glæsilegri Porsche Cayenne bifreið og undir stýri er Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi fyrirtækisins Iceland Unlimited.

„Þetta er nú bara smá einkahúmor,“ útskýrir Jón Gunnar og vísar í kvikmyndina Social Network. „Þar var persóna Mark Zuckenberg með nafnspjald með þessum orðum. Og mér þótti það fyndið.“

Jón Gunnar gerir sér grein fyrir að fólk hafi skoðanir á þessu númeri.

„Það er auðvitað dass af hroka í þessu. En ég þarf að leggja í P-stæði, því ég þarf að notast við hjólastól. Og þegar menn sjá gæja í hjólastól koma út úr bílnum, þá sljákkar í mönnum,“ segir Jón Gunnar og hlær. Hann lenti í bílslysi árið 2007 og hefur notað hjólastól síðan.

Jón Gunnar ekur um á flottum Porsche. „Já, ég lofaði mér því þegar ég var að vinna mig út úr slysinu að eiga flottan bíl.“

Fyrirtækið hans, Iceland Unlimited, selur ferðir til Íslands og Grænlands erlendis. 

Hér má sjá Porsce-bifreiðina í öllu sínu veldi, með einkanúmer sem tekið er eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×