Erlent

Bandaríkin og Íran íhuga að ræða ástandið í Írak

Óttast er að ISIS samtökin hafi myrt hundruð íraskra hermanna.
Óttast er að ISIS samtökin hafi myrt hundruð íraskra hermanna.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og í Íran eru nú að íhuga að efna til beinna viðræðna vegna ástandsins í Írak. Ríkin tvö hafa lengi eldað grátt silfur en sókn ISIS hreyfingarinnar í Írak gæti gefið þeim tilefni til að slíðra sverðin og sameinast í baráttunni gegn samtökunum.

ISIS samtökin eru súnní trúar á meðan Íranar eru shjíar en samtökin eru sögð hafa framið ýmis voðaverk gegn shjíum í Írak síðustu daga.

ISIS sendi í gær frá sér myndir sem virðast sýna fjöldaaftökur á íröskum hermönnum og ef þær reynast ófalsaðar er um að ræða eitt mesta voðaverkið sem unnið hefur verið frá því Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×