Erlent

Íbúar í Bagdad hamstra matvæli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sjálfboðaliðar við heræfingar í búðum stjórnarhersins í grennd við Bagdad.
Sjálfboðaliðar við heræfingar í búðum stjórnarhersins í grennd við Bagdad. ap
Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis-samtakanna nálgast nú borgina óðfluga.

Harður bardagi geisar nú á milli sveita Isis og íraska hersins sem studdur er af sveitum sjía-múslima. Átökin eru við borgina Baquba sem er aðeins í 60 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni og hefur íraski herinn beitt lofher sínum í átökunum. Fréttamenn BBC í borginni segja mikla spennu ríkja þar nú enda óttast margir íbúanna hvað gerist nái Isis-menn til Bagdad. Sókn þeirra hefur verið ótrúleg síðustu viku og hafa þeir náð völdum í stórum borgum á borð við Mosul og Tikrit.

Forsætisráðherra landsins Nouri al Maliki hefur rekið noktta háttsetta yfirmenn í hernum fyrir að ná ekki að koma í veg fyrir sókn Isis og þá sakaði hann Sádí Araba í gær um að styðja við samtökin, en konungurinn í Sádí Arabíu er Súnní trúar rétt eins og liðsmenn samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×