Erlent

Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks

Randver Kári Randversson skrifar
Uppreisnarmenn ISIS í borginni Baiji í gær.
Uppreisnarmenn ISIS í borginni Baiji í gær. Vísir/AFP
Hersveitir íslamistasamtakanna ISIS réðust í nótt á olíuhreinsunarstöðina í Baiji, sem er um 210 km norður af Bagdad og ráða samtökin nú yfir um þremur fjórðu hlutum stöðvarinnar. BBC greinir frá.

Í Baiji fer fram um fjórðungur allrar olíuhreinsunar í Írak og fer öll olían sem þaðan kemur í framleiðslu á olíuvörum til innlendra nota, svo sem bensíni, matreiðsluolíum og eldsneyti á rafmagnsstöðvar. Atburðirnir í nótt gætu því aukið líkurnar á bensínskorti og rafmagnsleysi í Írak og aukið enn á upplausnina í landinu.

Þá hafa einnig verið átök milli hersveita ISIS og stjórnarhersins í Írak í vesturhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa borgina Ramadi á sínu valdi. 


Tengdar fréttir

Íbúar í Bagdad hamstra matvæli

Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×