Innlent

Hlutkesti þurfti til að fá niðurstöður í Fljótsdalshrepp

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Til að fá niðurstöðu í kosningarnar í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps þurfti að varpa hlutkesti. Eiríkur J. Kjerúlf vann hlutkestið, sem var á milli hans og Matthildar Björnsdóttur, og kemur hann því nýr inn í hreppsnefndina.

Frá þessu er sagt á vef Austurfréttar.

64 voru á kjörskrá. Þar af kusu 48 einstaklingar og var kjörsókn 74 prósent.

Gunnþórun Ingólfsdóttir fékk 36 atkvæði og einnig Jóhann Þorvarður Ingimarsson. Lárus Heiðarsson fékk 35 atkvæði, Anna Jóna Árnmarsdóttir fékk 29 atkvæði og Eiríkur J. Kjerúlf fékk 18.

Nánar um niðurstöðurnar má sjá hjá Austurfrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×