Innlent

Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.
María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Fulltrúi FÓLKSINS- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar.

FÓLKIÐ- í bænum segir samninginn við Sinnum ehf. sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gerði við fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar ekki vera einsdæmi. Flokkurinn segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag.



„Gildir það jafnt um samning við fyrrverandi bæjarstjóra sem og aðra samninga um lögfræðiþjónustu, tölvu- og tækniþjónustu, hönnunar- og verkfræðiþjónustu, framkvæmdakostnað eða ritun Sögu Garðabæjar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá FÓLKINU- í bænum sem birtist á vefsíðu flokksins.



Vísir hefur áður greint frá því að kostnaður við síðast talda verkefnið er þegar orðið hátt í 70 milljónir og var einnig gert án útboðs.



FÓLKIÐ- í bænum bendir á að innanríkisráðuneytið getur haft frumkvæði að því að gera formlega athugun á því verklagi sem er viðhaft í útboði á þjónustu og verkefnum sveitarfélagsins en slíkt er heimilt skv. 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011.



„Til framtíðar litið er nauðsynlegt að bókhald bæjarins verði opnað eins og framboðið hefur barist fyrir á kjörtímabilinu þannig að íbúar séu upplýstir um kostnað og við hverja samningar sveitarfélagsins eru gerðir við,“ segir FÓLKIÐ- í bænum.  



Þá eigi samningar yfir ákveðnum fjárhæðamörkum að fara í útboð að mati flokksins. FÓLKIÐ- í bænum er þar á annari skoðun en Samfylkingin í Garðabæ sem sagði í tilkynningu að ekki sé loku fyrir það skotið að útboð sé ekki besti kosturinn í stöðu sem þessari.


Tengdar fréttir

Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt

Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×