Innlent

Steingrímur varð sér til skammar, að mati Vigdísar

Jakob Bjarnar skrifar
Vigdís Hauksdóttir segir ekkert nýtt í því að hún fari í taugarnar á vinstri mönnum og af því er hún stolt.
Vigdís Hauksdóttir segir ekkert nýtt í því að hún fari í taugarnar á vinstri mönnum og af því er hún stolt. visir/daníel
Ummæli Steingríms J. Sigfússonar á hinu háa Alþingi í gærkvöldi hafa vakið mikla athygli en hann brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur stjórnarþingmanns og sagði henni að þegja; hún væri „leiðinda friðarspillir“.

Vigdís var í símaviðtali við morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun og var spurð út í þessi orðaskipti. Vigdís segir Steingrím fyrst og fremst hafa orðið sér til skammar.

„Ég fer alveg óskaplega í taugarnar á vinstri mönnum og er bara stolt yfir því. Þeir eiga stundum erfitt með að heyra sannleikann,“ sagði Vigdís. Hún hafi einungis nefnt Landsbankabréfið stundarhátt úr hliðarsal og þá hafi Steingrímur tryllst.

„Steingrími finnst alltaf óþægilegt að heyra sannleikann og það bitnar þá á þeim persónum sem segja það við hann. Sendiboðinn er ávallt skotinn.“ Vigdís segir Steingrím „heilagri“ en aðrir á Alþingi: Hann megi grípa frammí og stunda málþóf en ... „þegar aðrir fara að sýna slíka tilburði, svona Steingrímstilburði, þá bara tryllist hann. Þetta er bara hans týpa. Ég kvarta ekkert yfir því.“

Vigdís segist skotmark þingmanna Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og hún standi keiki undir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×