Körfubolti

Snæfell fær Austin Magnus Bracey frá Hetti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Austin Magnus spilar með Snæfelli næsta vetur.
Austin Magnus spilar með Snæfelli næsta vetur. Mynd/austurfrétt.is
Dominos-deildarlið Snæfells gekk í kvöld frá samningi við bakvörðinn Austin Magnus Bracey sem kemur til liðsins frá 1. deildar liði Hattar á Egilsstöðum.

Austin Magnus er sonur Valray Bracey sem kjörinn var besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar árið 1982 þegar hann spilaði með Fram. Hann á íslenska móður og er með íslenskt ríkisfang.

Hann hefur leikið með Hetti undanfarin tvö ár og var lykilmaður hjá austfirðingum í vetur en liðið mætti Fjölni í lokaúrslitum umspils um laust sæti í Dominos-deildinni.

Austin Magnus skoraði að meðaltali 22,1 stig í leik í 1. deildinni í vetur, tók 4 fráköst og gaf 5,1 stoðsendingu. Hann var stoðsendinga- og framlagshæstur hjá Hetti á síðasta tímabili og bætti sig bæði í stigaskorun og stoðsendingum frá síðasta tímabili.

„Við erum sáttir að ná honum. Við erum að missa Jón Ólaf [Jónsson [Nonna Mæju] og erum að ganga í gegnum smá breytingar. Því er sterkt fyrir okkur að fá Austin í bakvarðarstöðuna. Svo erum við bara á fullu að reyna tefla fram nýju liði og klára þau mál,“ segir Ingi Þór Steinþórsson í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×