Innlent

Heimdallur vill leyfa skemmtanahald allan sólarhringinn

Sveinn Arnarsson skrifar
Skjáskot af auglýsingu ungra Sjálfstæðismanna
Skjáskot af auglýsingu ungra Sjálfstæðismanna
Ungir Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa birt auglýsingu þar sem þeir krefjast þess að skemmtistöðum borgarinnar sé gert kleyft að haga opnunartíma sínum eftir eigin höfði. Í myndbandinu má sjá ungt fólk skemmta sér og virðist ástarguðinn Amor skjóta örvum sínum í hjörtu unga fólksins á skemmtistöðum borgarinnar.

Ingvar Smári Birgisson er formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann segir kosningabaráttuna vera komna á fullt. „Við í Sjálfstæðisflokknum finnum mikinn meðbyr með okkur núna sem er mjög jákvætt,“ segir Ingvar Smári.

Ingvar Smári Birgisson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík
Um opnun skemmtistaða segir Ingvar Smári þetta vera fyrst og fremst prinsippmál.

„Opnunartími skemmtistaða borgarinnar er ekki nægilega frjáls. Fyrirtækjaeigendur og rekstraraðilar skemmtistaðanna eiga að fá að ráða opnunartíma sínum sjálfir. Hið opinbera á ekki að vasast í því hvenær fullorðið fólk vill stunda viðskipti. Þetta er algjört prinsippmál að okkar mati.“ 

„Samfylkingin og Besti flokkurinn töluðu um að það þyrfti opinbera áfengisstefnu í borginni og eru með kvaðir um opnunartíma hinna og þessa staða. Við erum almennt á móti slíkri forræðishyggju,“ segir Ingvar Smári. 

Hér að neðan má sjá umrætt myndband:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×