Sport

Drengjamet hjá Brynjólfi

Það er stuð í Laugardalnum í dag.
Það er stuð í Laugardalnum í dag. vísir/daníel
Þriðji hluti Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug í sundi er nú í fullu fjöri og er fyrsta met dagsins fallið. Það var drengjamet hjá Brynjólfi Óla Karlssyni úr Breiðabliki í 50 metra baksundi en hann synti á tímanum 29,92 sekúndum. Gamla metið átti Kristinn Þórarinsson Fjölni en það var 30,95 sekúndur.

Brynjólfur hefur verið ótrúlegur síðustu árin í sundinu þrátt fyrir ungan aldur og hefur hann lagt undir sig nánast alla metaskrá sveina síðustu tvö árin. Um áramótin færðist hann svo upp í drengjaflokk sem er flokkur 13-14 ára og verður það spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar.

Mótshlutanum lýkur um hálf 12 með 4x100 metra fjórsundsboðsundi í blönduðum flokki í beinum úrslitum. Þar synda í hverri sveit tvær konur og tveir karlar og vekur sundið venjulega mikla kátínu áhorfenda og keppenda.

Úrslit hefjast svo klukkan 17:30 seinni partinn og standa yfir í um tvær klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×