Lífið

Rosa ánægð með hvort annað

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Annar undanúrslitaþátturinn af Ísland Got Talent verður sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Sjö atriði af ýmsum toga keppa um atkvæði þjóðarinnar til að eiga möguleika á að komast í úrslitaþáttinn og vinna tíu milljónir króna. 

Höskuldur og Margrét ætlar að sýna dans í undanúrslitunum. Við kynntumst þeim aðeins betur.

Fullt nafn: Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir.

Aldur: 15 ára

Símanúmer til að kjósa þau í Ísland Got Talent: 900-9507

Uppáhaldsmatur?

Höskuldur: Humar og nautalundir með sósunni hennar mömmu.

Margrét: Eggaldinrúllurnar hans pabba og kjúklingarétturinn hennar mömmu.

Besta minningin í Ísland Got Talent?

Fjögur STÓR JÁ.

Af hverju á fólk að kjósa ykkur?

Ef fólki finnst atriðið okkar flott, þá hjálpar hvert einasta atkvæði til í því að láta framtíðardrauma okkar rætast.

Hver er draumurinn?

Draumurinn er að komast enn lengra í dansinum en þá þurfum við að fara meira út í hinn stóra heim bæði til að læra meira og keppa meira.

So You Think You Can Dance eða Dancing With The Stars?

Okkur finnst skemmtilegra að horfa á So You Think You Can Dance, þar sem þar er meiri fjölbreytni og værum alveg til í að taka þá í þeirri keppni. En við værum líka sjálf alveg til í að dansa við stjörnurnar í Dancing With The Stars

Bubbi eða Þorgerður Katrín?

Nei takk…við erum rosa ánægð með hvort annað.


Tengdar fréttir

Þau keppa næsta sunnudag

Hér má sjá keppendurna sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljónirnar í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Keppendur skelltu sér í bíó

Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×