Lífið

Calvin Klein pósar með Ásmundi

Ellý Ármanns skrifar
Calvin Klein tók sig vel út með Ásmundi.
Calvin Klein tók sig vel út með Ásmundi.
Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein heimsótti Ásmundarsafn í síðustu viku þegar hann sótti Ísland heim í tilefni af Hönnunarmars. Á safninu stendur yfir sýningin: „Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“. Calvin stillti sér upp fyrir ljósmyndara hjá verkinu Lífsorka eftir Ásmund Sveinsson. Það er óhætt að segja að meistararnir tveir taki sig vel út eins og sjá má á myndinni.

Calvin Klein er einn af þekktustu og áhrifamestu fatahönnuðum vestrænnar menningar en hann var heiðursgestur á Hönnunarmars.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×