Innlent

Eþíópía gerir samkynhneigð óafsakanlegan glæp

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Mótmælandi berst fyrir réttindum samkynhneigðra.
Mótmælandi berst fyrir réttindum samkynhneigðra. Vísir/AFP

Löggjafarvald í Eþíópíu ætla að setja lög sem gera samkynhneigð að óafsakanlegum glæp. Þetta myndi hafa mikil áhrif á fólk sem reynir að beiðast sakaruppgjafar. Washington Times segir frá.

Strangt bann við samkynhneigð ríkir þegar í Eþíópíu. Fyrir kynmök með einstaklingi af sama kyni geta menn verið dæmdir til 15 ára fangelsisvistar. Þeirra sem smita aðra af HIV-veirunni í gegnum samkynhneigð mök bíður 25 ára fangelsisdómur.

Lögin myndu gera forseta Eþíópíu ófæran um að veita sakaruppgjafir, á sama hátt og honum er meinað að veita hryðjuverkamönnum sakaruppgjöf.

Ráðherraráð Eþíópíu hefur þegar gefið löggjöfinni grænt ljós, og er áætlað að hún verði samþykkt í næstu viku með yfirgnæfandi þingmeirihluta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.