Lífið

"Mikil gróska í íslenskri fatahönnun“

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Það verður líf og fjör í Hörpu á laugardaginn
Það verður líf og fjör í Hörpu á laugardaginn
Íslenska tískuhátíðin, Reykjavík Fashion Festival, fer af stað á laugardaginn.

Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin en í ár sýna átta hönnuðir hönnun sína á tískupöllunum í Silfurbergi í Hörpu.

Hönnuðirnir eru Cintamani, Sigga Majia, Jör by Guðmundur Jörundsson, Ella, Ziska, Rey, Farmers Market og Magnea.

Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til rúmlega 18. Hægt er að kaupa miða á hátíðina sem og á að einstaka sýningar hér.

Erlendir sem innlendir blaðamenn í bland við áhugafólk um tísku og hönnun fjölmennir í áhorfendaskarann. Alla jafna er mikill hamagangur í öskjunni á RFF og þetta myndband hér frá hátíðinni í fyrra fangar stemminguna vel.

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×