Innlent

Leitað á nýjum stað á Indlandshafi

Vísir/AFP
Leitarsvæðið á Indlandshafi þar sem talið er að farþegaþota Malaysina Airlines hafi hrapað í sjóinn hefur verið fært til og er það nú mun nær Ástralíu en áður.

Breytingin var gerð á grundvelli nýrra gagna sem sýna að vélin virðist hafa verið á mun meiri hraða en áður var talið og því hafi hún orðið eldsneytislaus fyrr en áætlað hafði verið. Vélin hvarf þann áttunda janúar síðastliðinn með 239 manns innanborðs og enn hefur hvorki tangur né tetur fundist af flakinu.

Breytingin gerir leitarflugvélum auðveldara fyrir því áður var næsti flugvöllur, í Perth í Ástralíu, í 2500 kílómetra fjarlægð. Nú er vegalengdin tæpir 1700 kílómetrar og því geta vélarnar verið lengur á leitarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×